Gerrard vill takmarka fjölda útlendinga

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool hefur bæst í hóp þeirra sem vilja takmarka fjölda útlendinga með liðum í ensku úrvalsdeildinni en margir telja að þetta bitni á ungum leikmönnum og að enska landsliðið blæði fyrir þetta ástand.

,,Eitthvað verður að gera. Ef ekkert verður gert þá munu fleiri og fleiri útlendingar koma og taka hreinlega yfir og það er áhyggjuefni. Til að tryggja að við verðum með bestu landsliðum í heimi þá þarf að breyta reglunum. Með sama áframhaldi heftum við framgang ungra og efnilegra leikmanna," sagði Gerrard í viðtali á BBC.

Liverpool hefur ekki farið varhluta af flæði útlendinga í ensku úrvalsdeildina en aðeins tveir Englendingar hafa átt fast sæti í liðinu, Gerrard og Jamie Carragher. Þá skartar topplið Arsenal fáum enskum leikmönnum í liði sínu en aðeins einn Englendingur kom við sögu í sigri liðsins á Reading í vikunni, Theo Walgott sem kom inná sem varamaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert