Beckham í byrjunarliðinu gegn Austurríki

David Beckham fremstur í flokki á æfingu enska liðsins.
David Beckham fremstur í flokki á æfingu enska liðsins. Reuters

David Beckham kemur inní byrjunarlið enska landsliðsins í knattspyrnu á ný þegar það mætir Austurríki í vináttulandsleik í Vínarborg annað kvöld. Hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum landsliðsins vegna meiðsla.

BBC birti byrjunarlið Englands rétt í þessu og þar vekur einnig athygli að Paul Robinson er settur úr markinu og Scott Carson valinn í hans stað en Carson hefur leikið mjög vel með Aston Villa í vetur.

Frank Lampard kemur inní liðið fyrir Gareth Barry og leikur á miðjunni ásamt Steven Gerrard. Jolean Lescott færist úr stöðu vinstri bakvarðar og leikur sem miðvörður en Wayne Bridge kemur inn sem vinstri bakvörður.

Liðið er þannig skipað: Scott Carson - Micah Richards, Sol Campbell, Jolean Lescott, Wayne Bridge - David Beckham, Steven Gerrard, Frank Lampard, Joe Cole - Michael Owen, Peter Crouch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert