Enska knattspyrnusambandið gaf í dag út ákærur í ríflega 50 liðum á hendur 2. deildarfélaginu Luton Town. Félaginu er gefið að sök að hafa ítrekað brotið reglur um sölur leikmanna og samningagerð við þá. Eins hafa sex umboðsmenn verið ákærðir.
Auk kæra á hendur félaginu sjálfu eru fyrrum stjórnarformaður þess, Bill Tomlins, fyrrum fjármálastjóri og tveir núverandi stjórnarmenn ákærðir fyrir þeirra þátt í þessum málum.
Umboðsmennirnir sex eru Sky Andrew, Mike Berry, Mark Curtis, Stephen Denos, David Manasseh og Andrew Mills.
Luton Town féll úr ensku 1. deildinni í fyrra og er nú í 17. sæti 2. deildar. Umræddar sölur fóru fram frá júlí 2004 og þar til í febrúar 2007.