Mendieta á förum frá Middlesbrough

Gaizka Mendieta, til vinstri, hefur fallið verulega í verði.
Gaizka Mendieta, til vinstri, hefur fallið verulega í verði. Reuters

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, staðfesti í dag að verið væri að ganga frá starfslokasamningi  við spænska miðjumanninn Gaizka Mendieta, sem hefur verið í röðum enska félagsins undanfarin fjögur ár.

Mendieta var hátt skrifaður þegar hann kom til Middlesbrough en hann lék með Valencia og Lazio þar á undan og Lazio keypti hann þá fyrir vel á þriðja milljarð króna. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og aðeins leikið 31 leik á fjórum árum.

Mendieta er orðinn heill heilsu en Southgate sagði við fjölmiðla í dag að hann væri einfaldlega orðinn of gamall, 33 ára. "Ég  get ekkert kvartað yfir framlagi hans á æfingum en ég sé ekki fyrir mér að hann spili meira með okkur. Ég vil frekar gefa ungum leikmanni tækifæri og þess vegna erum við í viðræðum við hann um samningslok og frjálsa sölu frá félaginu. Það er besti kostur fyrir alla aðila," sagði Southgate.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert