Ronaldinho enn orðaður við Chelsea

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho. Reuters

Chelsea er tilbúið að punga út 5,3 milljörðum króna til að fá Brasilíumanninn Ronaldinho til liðs við sig frá Barcelona að því er spænska blaðið Sport í Katalóníu greinir frá í dag.

Í blaðinu, sem fjallar nær eingöngu um lið Barcelona, segir að Roman Abramovich eigandi Chelsea eigi sér þá heitustu ósk að fá Brasilíumanninn til liðs við félagið og hafi sett það í algjöran forgang að fá hann til Stamford Bridge.

Í tilboði sem Chelsea hyggst gera í Ronaldinho að sögn Sport ætlar félagið að bjóða Börsungum þýska landsliðsfyrirliðann Michael Ballack upp í kaupin en litlu munaði að Ballack gengi í raðir Barcelona þegar hann var á mála hjá Bayern München.

Í síðasta mánuði gaf Ferran Soriano varaforseti Barcelona skýr skilaboð að Ronaldinho væri ekki til sölu, hvort sem það væri núna í desember eða í júní í næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert