Steve Coppell er ánægður með ákvörðun Ívars

Ívar Ingimarsson var búinn að hugleiða að hætta með landsliðinu …
Ívar Ingimarsson var búinn að hugleiða að hætta með landsliðinu í nokkurn tíma, segir Coppell. Reuters

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, er ánægður með þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að hætta að leika með landsliði Íslands til að geta einbeitt sér betur að því að standa sig vel með Reading í ensku úrvalsdeildinni.

„Ákvörðun Ívars mun tvímælalaust koma félaginu til góða og ég veit að hann hafði hugsað þetta mál í talsverðan tíma. Það er betra að hætta á toppnum en að missa sæti sitt síðar meir. Ég á hinsvegar ekki við að það yrði raunin vegna þess að Ívar hefur alla burði til að leika áfram með sínu landsliði," sagði Coppell við blaðið Evening Post í Reading.

Eins og Ívar sagði við Morgunblaðið á dögunum nýtti hann frí frá æfingum Reading út þessa viku til að fara heim til Íslands og helst að skreppa á heimaslóðirnar austur á Stöðvarfirði. Æfingar hefjast á ný hjá Reading á mánudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert