Beckham: Evrópukeppnin skiptir meira máli en 100. leikurinn

David Beckham leikur sinn 99. landsleik gegn Króatíu. Það gæti …
David Beckham leikur sinn 99. landsleik gegn Króatíu. Það gæti orðið hans síðasti landsleikur. Reuters

Enskir fjölmiðlar velta því fyrir sér þessa dagana hvort David Beckham nái að spila 100 landsleiki fyrir Englands hönd. Hann leikur sinn 99. leik þegar England mætir Króatíu á miðvikudaginn í undankeppni EM, en komist enska liðið ekki áfram er óvíst með framhaldið á landsliðsferli Beckhams. Sjálfur segir hann að þetta skipti sig engu máli.

„Það er ekki mér efst í huga hvort ég nái 100 landsleikjum eða ekki. Það eina sem ég hugsa er um að við náum að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar. Leikirnir snúast ekki um það hvort David Beckham nái að spila 100 leiki. Árangur landsliðsins skiptir öllu máli, ekki landsleikjafjöldi einstakra leikmanna. Aðalmálið er að ef við fáum tækifæri til þess að komast áfram, að við séum tilbúnir í slaginn gegn Króatíu.

Það þýðir ekki að afsaka eitt eða neitt, við verðum að gefa allt í Króatíuleikinn og ef aðrir misstíga sig, verðum við að nýta það. En við verðum eflaust alltaf að vinna leikinn, sama hvað gerist annars staðar," sagði Beckham við Skysports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert