Ísrael vann Rússland og England í góðum málum

Ben Sahar, leikmaður Chelsea, og Eli Barda fagna þegar Barda …
Ben Sahar, leikmaður Chelsea, og Eli Barda fagna þegar Barda kom Ísrael yfir gegn Rússum. Reuters

Ísraelsmenn gerðu Rússum mikinn grikk með því að sigra þá, 2:1, í Tel Aviv í kvöld, og Englendingum um leið mikinn greiða. Þar með nægir Englendingum jafntefli gegn Króötum á miðvikudag til að komast í úrslitakeppni EM en Rússar verða nú að treysta á að Króatar vinni á Wembley.

Ísraelsmenn náðu forystunni, 1:0, á 10. mínútu þegar Elyaniv Barda skoraði, við gífurlegan fögnuð útum allt England! Staðan var 1:0 í hálfleik.

Bilyaletdinov jafnaði síðan metin fyrir Rússa, 1:1, á 61. mínútu. Undir lokin var gífurleg spenna, Rússar pressuðu og Sychov átti stangarskot á 90. mínútu. En þegar mínúta var liðin af uppbótartíma skoraði Golan sigurmark Ísraels úr skyndisókn, 2:1.

Leikur Makedóníu og Króatíu hófst kl. 19 og þar er staðan 0:0 í hálfleik.

Króatía er með 26 stig fyrir leikinn í kvöld, England er með 23 stig en Rússar eru með 21 stig. Nái Englendingar jafntefli gegn Króötum eru þeir komnir á EM sama hvernig fer hjá Rússlandi og Andorra því England er með betri útkomu í innbyrðis leikjum gegn Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert