Avram Grant: Redknapp eða Mourinho

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea.
Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea. Reuters

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea er þeirrar skoðunar að enska knattspyrnusambandið eigi að hafa Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Portsmouth, og Jose Mourinho fyrrum knattspyrnustjóra Chelsea ofarlega á blaði um þá sem koma til greina sem arftaki Steve McClaren fyrrum landsliðsþjálfara Englendinga.

Grant þekkir til beggja Redknapps og Mourinho. Hann starfaði með Redknapp hjá Portsmouth og með Mourinho áður en hann sagði skilið við Chelsea í september.

,,Þjálfari enska landsliðsins verður að vera góður stjóri og mér finnst það ekki skipta máli hvort hann er enskur eða útlendur. Það sem skiptir mestu máli er að sá sem tekur við nái að koma framförum í enska landsliðið. Það eru margir góðir enskir leikmenn til sem maður sér á hverjum laugardegi og það eru líka til margir hæfir enskir þjálfarar sem geta tekið við. Að mínu mati finnst með Redknapp koma sterklega til greina og það yrði líka góður kostur fyrir England að fá Mourinho," segir Grant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert