Góð laun fyrir að komast ekki áfram

Þó leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu hafi fallið á lokaprófinu, tapað fyrir Króötum og misst af því að komast í úrslitakeppni EM, fá þeir ágætis laun fyrir þátttökuna í undankeppninni. Greiðslur til einstakra leikmanna fyrir landsleikina nema allt að 19 milljónum króna.

Leikmennirnir fá greitt miðað við leikjafjölda í keppninni og það er Steven Gerrard sem fær mest, í kringum 150 þúsund pund, eða um 19 milljónir króna. Það eru hinir ýmsu styrktaraðilar enska landsliðsins sem leggja til þessar greiðslur.

Ensk stuðningsmannafélög hafa mörg hvert gagnrýnt þessar greiðslur og formaður samtaka knattspyrnuáhugamanna, Malcolm Clarke, sagði við Daily Mail að leikmenn enska liðsins ættu að íhuga vel hvort rétt væri að þiggja greiðslurnar.

"Meðal afleiðinga þess að England kemst ekki á EM er að knattspyrnusambandið hefur minni fjárráð og það bitnar á grasrótinni. Kannski leikmennirnir ættu að gefa þessa peninga til þeirra samtaka sem styrkja hana. Margir stuðningsmenn eru svekktir yfir því að leikmennirnir skuli fá þessar upphæðir á meðan næsta sumar er ónýtt í augum þeirra 90 þúsunda sem voru á Wembley, og milljóna annarra áhugamanna um knattspyrnu. Fólk horfir uppá þessa leikmenn fá hærri laun á klukkutíma en það fær á einni viku," sagði Clarke.

Steven Gerrard vonsvikinn eftir tapið gegn Króatíu. Hann fær 19 …
Steven Gerrard vonsvikinn eftir tapið gegn Króatíu. Hann fær 19 milljónir króna í sárabætur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert