Martin O'Neill vill ekki enska landsliðið

Martin O'Neill segir
Martin O'Neill segir "ekki ég." Reuters

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, tilkynnti í dag að hann hefði ekki áhuga á að taka við starfi landsliðsþjálfara Englands. Hann hefur verið efstur á blaði hjá mörgum sem eftirmaður Steves McClarens, ásamt José Mourinho, sem einnig hefur vísað umræðunni frá sér.

Sam Allardyce, Alan Curbishley og Marcello Lippi, sem allir hafa verið nefndir til sögunnar, hafa líka vísað því á bug og Mark Hughes samdi í dag við Blackburn að nýju.

Nú er Fabio Capello orðinn efstur á blaði hjá veðbönkum, enda er hann sá eini sem hefur lýst því opinberlega að hann sé spenntur fyrir því að taka við enska landsliðinu. Harry Redknapp er líka nefndur til sögunnar en hann hefur ekki neitað því enn að vera í umræðunni.

Enska liðið spilar ekki fyrr en í mars, þegar það mætir Frakklandi í vináttulandsleik, svo svigrúmið er nokkuð, enda þótt leikur gæti bæst við á alþjóðlegum leikdegi í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert