Alex Ferguson: Sagði dómaranum hversu lélegur hann var

Ferguson kvartar við aðstoðardómarann í viðureign Bolton og Manchester United …
Ferguson kvartar við aðstoðardómarann í viðureign Bolton og Manchester United í dag. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var rekinn upp í stúku og þurfti að vera þar í seinni hálfleik í viðureign Bolton og Manchester United á Reebok þar sem Englandsmeistararnir biðu lægri hlut, 1:0.

,,Ég sagði dómaranum í leikhléinu það sem mér fannst og hugsaði. Sum dómurum líkar það ekki. Þeir vilja ekki herya sannleikann. Ég sagði Clattenburg hversu slakur hann var í fyrri hálfleiknum," sagði Ferguson eftir leikinn.

,,Ég veit að Bolton er að berjast fyrir lífi sínu en þeir voru ansi aðgangsharðir. Ég vildi að mínir leikmenn fengju vernd frá dómaranum en þeir fengu hana ekki."

,,Leikmenn mínir börðust hetjulega fyrir félagið og sjálfa sig. Þeir stóðu sig frábærlega og ég er stoltur af þeim. Vonandi er þetta byrjunin á einhverju betra því við höfum svo sannarlega verk að vinna," sagði Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert