Essien áfrýjar rauða spjaldinu

Michael Essien gengur af velli í Derby á laugardaginn.
Michael Essien gengur af velli í Derby á laugardaginn. Reuters

Michael Essien, leikmaður Chelsea, hefur áfrýjað til enska knattspyrnusambandsins vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik liðsins gegn Derby County í úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Essien telur að hann hafi verið ranglega rekinn af velli en hann braut á Kenny Miller, sóknarmanni Derby, í uppbótartíma. Hann á yfir höfði sér þriggja leikja bann, verði áfrýjun hans ekki tekin til greina, og missir þá af leikjum Chelsea gegn Sunderland, West Ham og Arsenal.

"Við erum ekki hressir með brottrekstur Essiens en ég vil ekki segja of mikið því þá lendi ég í vandræðum. Ég gat ekki séð að hann hefði brotið á leikmanninum. Essien gerir þetta á hverri einustu æfingu, þetta er bara hans leikstíll. Hann reynir ekki að meiða mótherjana, hann er einfaldlega bara faastur fyrir. Við vitum allir hve sterkur hann er og hann brýtur ekki illa af sér. Það er mikið áfall að missa hann núna því við eigum marga erfiða leiki fyrir höndum," sagði Joe Cole, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert