Verður Benítez sagt upp?

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Margir enskir fjölmiðlar greina spá því að Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool verði látinn taka poka sinn vegna deilna við bandarísku eigendur félagsins þá Tom Hicks og George Gillet undanfarna daga.

Breska blaðið The Times segir að Bandaríkjamennirnir hafi misst trúnna á Benítez og nú sé ekki spurningin hvort heldur hvenær knattspyrnustjórinn verði látinn yfirgefa Anfield. Jose Mourinho fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea hefur hvað mest verið orðaður sem eftirmaður Benítez fari svo að hann verið látinn fara.

Benítez segir að þeir Hicks og Gillett skilji ekki hvað félagaskiptaglugginn í Evrópu þýði og þeir átti sig ekki á því hversu erfitt það sé að kaupa leikmenn.

Bandaríkjamennirnir sendu frá sér yfirlýsingu í gær og þar segir meðal annars:

„Þrátt fyrir vangaveltur í blöðunum þá höfum við ekkert nýtt að segja. Við unnum góðan sigur og það eru mjög mikilvægir leikir framundan. Sá fyrsti er við Porto á miðvikudaginn. Svo fylgja leikir við Bolton og Reading áður en kemur að leikjum við Marseille og Manchester United eftir nokkrar vikur. Við munum svo hitta Rafael á fundi þegar við komum í desember.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert