Chelsea og AC Milan tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum. Chelsea með stórsigri á Rosenborg í Þrándheimi, 4:0, þar sem Didier Drogba gerði tvö mörk og AC Milan með jafntefli gegn Benfica í Lissabon, 1:1.
Liverpool galopnaði baráttuna í A-riðli með stórsigri á Porto, 4:1, og mætir Marseille í hreinum úrslitaleik í Frakklandi í lokaumferðinni. Marseille nægir jafntefli.
Celtic vann ævintýralegan sigur á Shakhtar Donetsk með marki á síðustu mínútu og stendur ágætlega að vígi. Einni umferð er ólokið í riðlakeppninni.
Átta lið eru komin áfram í keppninni, AC Milan, Chelsea, Arsenal, Manchester United, Barcelona, Sevilla, Roma og Inter Mílanó.
A-RIÐILL:
Liverpool - Porto 4:1 Leik lokið
Fernando Torres kom Liverpool yfir á 19. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard, 1:0 en Lisandro López jafnaði fyrir Porto, 1:1, með fallegu skallamarki á 33. mínútu. López fékk dauðafæri rétt á eftir en náði ekki að skora.
Torres kom svo Liverpool í 2:1 með glæsilegu marki á 78. mínútu. Liverpool fékk síðan vítaspyrnu á 83. mínútu og Steven Gerrard skoraði af öryggi, 3:1. Peter Crouch bætti við fjórða markinu með skalla á 88. mínútu.
Lið Liverpool: Reina - Finnan, Carragher, Hyypiä, Arbeloa - Gerrard, Benayoun (Crouch 71.), Mascherano, Babel (Kyut 85.) - Torres, Voronin (Kewell 63.)
Besiktas - Marseille 2:1 Leik lokið
Tello kom Besiktas yfir á 27. mínútu en Taiwo jafnaði fyrir Marseille á 65. mínútu. Bobo kom Besiktas yfir á ný á 88. mínútu.
Staðan: Porto 8, Marseille 7, Liverpool 7, Besiktas 6.
B-RIÐILL:
Rosenborg - Chelsea 0:4 Leik lokið
Didier Drogba kom Chelsea yfir á 7. mínútu og bætti öðru marki við á 20. mínútu, 0:2. Alex bætti þriðja marki Chelsea við á 40. mínútu og Joe Cole skoraði fjórða markið á 73. mínútu.
Lið Chelsea: Cudicini - Belletti, Terry, Alex, A.Cole - Wright-Phillips (Kalou 69.), Makelele, Essien, Lampard (Pizarro 76.) - J.Cole, Drogba (Shevchenko 68.)
Valencia - Schalke 0:0 Leik lokið
Albelda hjá Valencia var rekinn af velli á 32. mínútu.
Staðan: Chelsea 11, Rosenborg 7, Schalke 5, Valencia 4.
C-RIÐILL:
Lazio - Olympiakos 1:2 Leik lokið
Pandev kom Lazio yfir á 30. mínútu en Galletti jafnaði fyrir Olympiakos á 35. mínútu. Kovacevic kom svo gríska liðinu yfir á 64. mínútu.
Werder Bremen - Real Madrid 3:2 Leik lokið
Rosenberg kom Bremen yfir á 4. mínútu en Robinho jafnaði fyrir Real Madrid, 1:1, á 14. mínútu. Sanogo kom Bremen í 2:1 á 40. mínútu og Hunt skoraði, 3:1, á 58. mínútu. Ruud van Nistelrooy svaraði fyrir Real á 71. mínútu, 3:2.
Staðan: Real Madrid 8, Olympiakos 8, Bremen 6, Lazio 5.
D-RIÐILL:
Benfica - AC Milan 1:1 Leik lokið
Andrea Pirlo kom AC Milan yfir á 15. mínútu en Pereira jafnaði fyrir Benfica, 1:1, á 20. mínútu.
Celtic - Shakhtar Donetsk 2:1 Leik lokið
Brandao kom Shakhtar yfir á 4. mínútu en Jiri Jarosik jafnaði fyrir Celtic á 45. mínútu. Massimo Donati skoraði fyrir Celtic í uppbótartíma, 2:1.
Staðan: AC Milan 10, Celtic 9, Shakhtar 6, Benfica 4.
Smellið á myndirnar til að skoða þær: