Harry Redknapp handtekinn

Harry Redknapp er einn hinna handteknu.
Harry Redknapp er einn hinna handteknu. Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, er einn af þeim fimm mönnum sem handteknir voru í Englandi í dag vegna spillingarmálsins í ensku knattspyrnunni. Portsmouth hefur staðfest handtöku hans.

Framkvæmdastjóri Portsmouth, Peter Storrie, hefur einnig verið handtekinn og netútgáfa Evening Standard fullyrðir að hinir þrír séu Milan Mandaric, stjórnarformaður Leicester og fyrrum stjórnarformaður Portsmouth, Amdy Faye, leikmaður Rangers í Skotlandi, og umboðsmaðurinn Willie McKay. Faye er frá Senegal og lék með Portsmouth frá 2003 til 2005.

Talsmaður lögreglunnar í London sagði í dag. "Fimm menn hafa verið handteknir vegna gruns um samsæri og fjármálasvik, í tengslum  við þá rannsókn á spillingu í knattspyrnunni sem nú stendur yfir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert