Elano ekki með City

Elano fagnar marki með City ásamt félögum sínum.
Elano fagnar marki með City ásamt félögum sínum. Reuters

Manchester City verður án Brasilíumannsins snjalla, Elano, þegar liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Elano meiddist á æfingu City-liðsins í gær og segir Sven Göran Eriksson knattspyrnustjóri liðsins að hann sé ekki leikfær.

„Við vitum hversu mikilvægur Elano er okkur og þá sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarsins. Við erum samt alveg færir um að spila góðan fótbolta án Elanos,“ segir Eriksson.

Manchester City komist upp í 2. sætið í deildinni þar sem meistarar Manchester United eiga ekki leik fyrr en á mánudaginn.

Wigan leikur á morgun sinn fyrsta leik undir stjórn Steve Bruce og er mögulegt að Emile Heskey verði í byrjunarliðinu í fyrsta sinn frá því hann fótbrotnaði í leik með liðinu í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert