Manchester City verður án Brasilíumannsins snjalla, Elano, þegar liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Elano meiddist á æfingu City-liðsins í gær og segir Sven Göran Eriksson knattspyrnustjóri liðsins að hann sé ekki leikfær.
„Við vitum hversu mikilvægur Elano er okkur og þá sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarsins. Við erum samt alveg færir um að spila góðan fótbolta án Elanos,“ segir Eriksson.
Manchester City komist upp í 2. sætið í deildinni þar sem meistarar Manchester United eiga ekki leik fyrr en á mánudaginn.
Wigan leikur á morgun sinn fyrsta leik undir stjórn Steve Bruce og er mögulegt að Emile Heskey verði í byrjunarliðinu í fyrsta sinn frá því hann fótbrotnaði í leik með liðinu í september.