Newcastle og Arsenal skildu jöfn, 1:1

Emmanuel Adebayor er búinn að skora fyrir Arsenal.
Emmanuel Adebayor er búinn að skora fyrir Arsenal. Reuters

Arsenal náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Arsenal á St.James Park. Emmanuel Adebayor kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik en Steven Taylor jafnaði metin fyrir heimamenn í seinni hálfleik.

Tíu mínútur eru eftir af leiknum á St.James Park og skiptast liðin á að sækja og freista þess að skora sigurmarkið. Mark Viduka er kominn í fremstu víglínu hjá Newcastle og Daninn ungi Nicklas Bendtner er kominn inná í liði Arsenal.

1:1 (60.) Varnarmaðurinn Steven Taylor er búinn að jafna fyrir Newcastle með skoti af stuttu færi.

Búið er að flauta til leikhlés í viðureign Newcastle og Arsenal á St.James Park. Arsenal hefur 1:0 yfir með glæsimarki frá Emmanuel Adebayor á 4. mínútu leiksins.

Fyrri hálfleikur á St.James Park er hálfnaður og eru gestirnir frá London yfir, 0:1. Arsenal var miklu sterkari aðilinn til að byrja með en heimamenn eru heldur að hressast.

0:1 (4.) Emmanuel Adebayor er búinn að koma Arsenal yfir gegn Newcastle. Tógó maðurinn fékk sendingu frá Emmanuel Ebeoe. Hann tók boltann niður með brjóstinu og skoraði með viðstöðulausu skoti.

Lið Newcastle: Given, Beye, Taylor, Rozehnal, N'Zobia, Milner, Barton, Butt, Geremi, Martins, Smith.

Varamenn: Harper, Jose Enrique, Emre, Edgar, Viduka.

Lið Arsenal: Almuna, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Eboue, Diarra, Silva, Rosicky, Adebayor, Eduardo.

Varamenn: Lehmann, Denilson, Song Billong, Bendtner, Walcott.

Emmanuel Adebayor leikur í fremstu víglínu hjá Arsenal.
Emmanuel Adebayor leikur í fremstu víglínu hjá Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert