Ronaldinho á leið til Chelsea?

Ronaldinho og Eiður Smári fagna marki.
Ronaldinho og Eiður Smári fagna marki. AP

Spænska íþróttadagblaðið Marca segir í dag að brasilíska stjarnan Ronaldinho, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona, hafi náð samkomulagi um að ganga til liðs við Chelsea í Englandi.

Blaðið segir að Ronaldinho hafi lengi verið á óskalista Roman Abramovich, eigenda Chelsea, og nú hafi Brasilíumaðurinn fallist á að ganga til liðs við Lundúnarliðið.

Sagt er að Ronaldinho muni hafa ríflega 900 milljónir í árslaun á Stamford Bridge gangi þetta eftir. Roberto Assis, bróðir Ronaldinho og umboðsmaður hans, mun ræða málin við forráðamenn Barcelona og freista þess að fá kappann lausan í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert