Hoddle vill ekki taka við landsliðinu

Glenn Hoddle
Glenn Hoddle

Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki hafa áhuga á að taka starfið að sér á nýjan leik. „Það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni, en ekki núna,“ sagði Hoddle í gær.

Hoddle var knattspyrnustjóri hjá Wolves og Tottenham auk þess að vera með enska landsliðið eftir að Terry Venables hætti 1996. Núna starfar hann á Spáni við þróun á ákveðnu verkefni sem snýst um að aðstoða unga knattspyrnumenn sem félög hafa losað sig við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert