Benítez óánægður með dómarann

Rafael Benítez lætur í sér heyra á Madejski Stadium í …
Rafael Benítez lætur í sér heyra á Madejski Stadium í kvöld. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool kenndi slakri dómgæslu og lélegri nýtingu marktækifæri þegar lið hans tapaði fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í deildinni á tímabilinu.

„Ég var ekki ánægður með ákvarðanatökur dómarans. Hann dæmdi víti á okkur þar sem brotið hjá Carragher var greinilega utan teigsins og sleppti svo að dæma víti þegar Torres var felldur. Við fórum illa að ráði okkar í færunum og þessi atriði urðu þess valdandi að við töpuðum leiknum,“ sagði Benítez eftir leikinn.

Benítez segist hafa ákveðið að taka Torres útaf þar sem hann fann fyrir meiðslum og þar sem hann taldi leikinn tapaðan í stöðunni 3:1 þá sagðist Benítez hafa ákveðið að taka Gerrard enda erfitt verkefni fram undan í næstu viku.

Liverpool mætir Marseille í úrslitaleik um að komast áfram í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og tekur svo á móti Englandsmeiturum Manchester United á sunnudag.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert