Portsmouth lagði Aston Villa, 3:1

Portsmouth fagnar einu af mörkum sínum á Villa Parl í …
Portsmouth fagnar einu af mörkum sínum á Villa Parl í dag. AP

Portsmouth var að innbyrða góðan 1:3 útisigur á Aston Villa og eru lærisveinar Harry Redknapps komnir með 30 stig og eru í 4.-6. sæti ásamt Manchester City og Liverpool. Þetta var 11. leikur Portsmouth í röð án ósigurs.

Sulley Muntari var maður leiksins en Ghanamaðurinn skoraði tvö frábær mörk í leiknum en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Craig Gardner. Gareth Barry skoraði eina mark Aston Villa úr vítaspyrnu.

Hermann Hreiðarsson sat á varamannabekknum allan tímann hjá Portsmouth. Textalýsing frá leiknum er hér að neðan.

1:3 (71.) Gareth Barry lagar stöðuna fyrir Aston Villa með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sylvain Distin fyrir að fella Ashley Young.

0:3 (61.) Portsmouth er að slátra Aston Villa en Ghanamaðurinn Sulley Muntari var að koma gestunum í 3:0 með öðru glæsimarki sínu í leiknum.

Martin O'Neill knattspyrnustjóri hefur skellt Patrik Berger í framlínu Aston Villa en Tékkinn lék um tíma með liði Portsmouth. Heimamenn eru enn 0:2 undir.

Mike Riley hefur flautað til leikhlés á Villa Park. Portsmouth er 2:0 yfir með sjálfsmarki frá Craig Gardner og Sulley Muntari. Undir lok hálfleiksins bjargaði David James markvörður Portsmouth í tvívang mjög vel og þá sérstaklega þegar hann varði þrumuskot frá Gabriel Agbonlahor af stuttu færi.

0:2 (39.) Sulley Muntari er búinn að koma Portsmouth í 2:0 á Villa Park. Muntari skoraði með frábæru vinstrifótar skoti utan teigs sem steinlá efst í markhorninu fyrir aftan Scott Carson. Þriðja marki Muntaris í úrvalsdeildinni.

30 mínútur eru liðar af leiknum á Villa Park og hafa gestirnir í Portsmoouth 1:0 yfir með sjálfsmarki frá Gardner.

Aston Villa hefur sótt í sig veðrið eftir að Portsmouth komst yfir. Daninn Martin Laursen er búinn að fá tvö úrvalsfæri fyrir Villa en misnotaði bæði færin.

0:1 (9.) Craig Gardner verður fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem kom eftir hornspyrnu og klúður hjá varnarmönnum Villa.

Hermann Hreiðarsson er á varamaannabekknum hjá Portsmouth sem hefur ekki fagnað sigri í efstu deild á Villa Park, heimavelli Aston Villa, síðan árið 1955.

John Carew leikur í fremstu víglínu hjá Aston Villa.
John Carew leikur í fremstu víglínu hjá Aston Villa. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert