Middlesbrough var fyrst allra liða til að leggja Arsenal að velli en liðin áttust við á Riverside í dag. Middlesbrough vann sannfærandi sigur, 2:1, með mörkum frá Stuart Downing og Tuncai Sanli en Tomas Rosicky náði að laga stöðuna fyrir Arsenal með síðustu spyrnu leiksins.
Forysta Arsenal er aðeins eitt stig en Lundúnaliðið er efst með 37 stig, Manchester United hefur 36 og Chelsea er í þriðja sætinu með 34 stig. Fyrir leikinn í dag hafði Arsenal ekki beðið ósigur frá því í apríl á síðustu leiktíð en þá tapaði liðið fyrir West Ham.
2:1 (90.) Tomas Rosicky minnkar muninn fyrir Arsenal með hnitmiðuðu skoti rétt utan teigs.
2:0 (72.) Tyrkinn Tuncan Sanli kemur Middlesbrough í 2:0 gegn Arsenal. Hann náði frákastinu eftir markvörslu Almunia og skorað með fallegu skoti úr þröngu færi. Það stefnir því allt í fyrsta tap Arsenal á leiktíðinni.
61. Wenger gerir tvöfalda skiptinu á liði sínu. Táningarnir Theo Walgott og Denilson koma inná fyrir Eboue og Diarra.
50. Tyrkinn Sanli sleppur einn í gegn en skot hans smýgur framhjá stönginni.
Arsene Wenger gerir eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Króatinn Eduado da Silva fer af velli og inná í hans stað er kominn danski framherjinn Nicklas Bendtner.
Howard Webb hefur flautað til leikhlés á Riverside og er Middlesbrough 1:0 yfir. Heimamenn hafa leikið af miklum krafti og verðskulda forystuna en Stuart Downing skoraði markið úr vítaspyrnu á 3. mínútu. Arsenal-liðið hefur ekki náð sér á strik og hefur aðeins einu sinni náð að ógna marki Middlesbrough að einhverju ráði.
1:0 (3.) Stuart Downing kemur Middlesbrough yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Kolo Toure þegar hann felldi Jeremie Aliadiere, fyrrum leikmann Arsenal.
Lið Middlesbrough: Turnbull, Young, Wheater, Woodgate, Pogatetz O'Neil, Boateng, Rochemback, Downing, Sanli, Aliadiere.
Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Eboue, Diarra Silva Rosicky, Eduardo, Adebayor.