Fundað með Capello í vikunni

Fabio Capello mun funda með enska knattspyrnusambandinu síðar í vikunni …
Fabio Capello mun funda með enska knattspyrnusambandinu síðar í vikunni landsliðsþjálfarastarfið. Reuters

Enska dagblaðið Daily Mail staðhæfir í dag að Brian Barwick, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, muni funda með Ítalanum Fabio Capello í vikunni til þess að kanna hug hans til að taka að sér starf landsliðsþjálfara Englendinga í knattspyrnu.

Capello þykir vera líklegastur í starfið nú þegar Jose Mourinho er sagður hafa samþykkt að taka að sér evrópskt knattspyrnulið frá og með næsta sumri. Sir Bobby Robson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga, mun hafa verið milligöngumaður á milli enska knattspyrnusambandsins og Mourinho, en sá hinn síðarnefndi var lærisveinn Robson hjá Barcelona fyrir nokkrum árum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert