Mourinho tekur ekki við enska landsliðinu

Jose Mourinho fyrir utan heimili sitt í Portúgal.
Jose Mourinho fyrir utan heimili sitt í Portúgal. Reuters

Jose Mourinho verður ekki næsti landsliðsþjálfari Englendinga en í yfirlýsingu á heimasíðu umboðsmanns síns staðfestir Portúgalinn að eftir að hafa hugsað málið til hlítar hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að gefa ekki kost á sér í verkefnið.

„Ég er alveg viss um að enska knattspyrnusambandið muni ráða frábæran þjálfara sem er fær um að koma því á þann stað sem það á heima,“segir Mourinho yfirlýsingunnni en þar kemur fram að hann hafi átt viðræður við þá Brian Barwick og Trevor Brooking hjá enska knattspyrnusambandinu um landsliðsþjálfarastarfið.

Marcelo Lippi og Fabio Capello þykja nú líklegastir til að verða fyrir valinu en báðir segjast þeir tilbúnir að taka að sér starfið.

Lippi, sem er 59 ára gamall, gerði Ítali að heimsmeisturum á síðasta ári og hefur stýrt liði Juventus til sigurs í ítölsku A-deildinni og í Meistaradeildinni.

Capello, sem er 61 árs gamall, á glæsilega feril að baki með liðum AC Milan og Real Madrid en hann hefur gert bæði lið að meisturum, síðast Real Madrid í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert