Liverpool lék Marseille grátt

Fernando Torres fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 2:0 …
Fernando Torres fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 2:0 strax á 10. mínútu. Reuters

Liverpool vann glæsilegan útisigur á franska liðinu Marseille í kvöld, 4:0, og tryggði sér með því sæti í 16-liða úrslitunum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Liverpool komst í 2:0 á fyrstu 10 mínútunum og í 3:0 í byrjun síðari hálfleiks og eftirleikurinn var enska liðinu auðveldur.

Porto, Schalke, Olympiakos og Real Madrid tryggðu sér einnig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld með nokkuð öruggum sigrum.

Marseille, Rosenborg og Werder Bremen fara í 32-liða úrslit UEFA-bikarsins en Besiktas, Valencia og Lazio hafa lokið keppni í Evrópumótunum á þessu tímabili.

Úrslit kvöldsins urðu sem hér segir:

A-RIÐILL:

Porto - Besiktas 2:0
González kom Porto yfir á 44. mínútu og Ricardo Quaresma bætti við marki á 62. mínútu.

Marseille - Liverpool 0:4
Liverpool fékk  vítaspyrnu strax á 3. mínútu þegar Steven Gerrard var felldur. Markvörður Marseille varði spyrnuna frá  Gerrard, sem fylgdi á eftir og skoraði, 1:0 fyrir Liverpool.
Fernando Torres kom svo Liverpool í 2:0 á 11. mínútu með gullfallegu marki þegar hann renndi sér framhjá nokkrum varnarmönnum Marseille í vítateignum og sendi boltann í hægra markhornið.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri því á 48. mínútu fékk Dirk Kuyt sendingu innfyrir vörn Marseille frá Harry Kewell og skoraði, 3:0. Ryan Babel innsiglaði sigurinn á síðustu mínútu leiksins eftir að hafa fengið sendingu frá Fabio Aurelio innfyrir vörn Frakkanna, 4:0.

Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypiä, Riise - Benayoun, Gerrard, Mascherano, Kewell - Kuyt, Torres.

Lokastaðan: Porto 11, Liverpool 10, Marseille 7, Besiktas 6.

B-RIÐILL:

Chelsea - Valencia 0:0

Schalke - Rosenborg 3:1
Gerald Asamoah kom Schalke yfir á 12. mínútu og Rafinha bætti við marki, 2:0, á 19. mínútu. Yossuf Koné minnkaði muninn fyrir Rosenborg á 23. mínútu. Kevin Kuranyi kom Schalke í 3:1 á 36. mínútu.

Lokastaðan: Chelsea 12, Schalke 8, Rosenborg 7, Valencia 5.

C-RIÐILL:

Olympiakos - Werder Bremen 3:0
Stoltidis kom Olympiakos yfir á 12. mínútu og Darko Kovacevic bætti við marki á 70. mínútu, 2:0. Stoltidis var aftur á ferð á 74. mínútu, 3:0, og tryggði Grikkjunum sæti í 16-liða úrslitunum.

Real Madrid - Lazio 3:1
Julio Baptista kom Real yfir á 13. mínútu og Raúl bætti við marki, 2:0, á 15. mínútu. Robinho gerði þriðja mark spænska liðsins á 36. mínútu. Goran Pandev náði að minnka muninn fyrir Lazio á 80. mínútu.

Lokastaðan: Real Madrid 11, Olympiakos 11, Werder Bremen 6, Lazio 5.

Julio Baptista fagnar ásamt Sergio Ramos eftir að hafa komið …
Julio Baptista fagnar ásamt Sergio Ramos eftir að hafa komið Real Madrid yfir gegn Lazio. Reuters
Leikmenn Schalke fagna eftir að Gerald Asamoah kom þeim yfir …
Leikmenn Schalke fagna eftir að Gerald Asamoah kom þeim yfir gegn Rosenborg. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka