Manchester City í fjórða sætinu

Rolando Bianchi kom Manchester City yfir gegn Bolton.
Rolando Bianchi kom Manchester City yfir gegn Bolton. Reuters

Manchester City lyfti sér uppí 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með því að sigra Bolton, 4:2. Wigan lagði Blackburn í öðrum markaleik, 5:3.

Þeir Marcus Bent og Roque Santa Cruz skoruðu sína þrennuna hvor í leik Wigan og Blackburn en þar komst Wigan í 3:0 og Blackburn jafnaði, 3:3.

Manchester City er með 33 stig í fjórða sætinu en síðan koma Liverpool, Everton og Portsmouth með 30 stig.

Birmingham - Reading 1:1 leik lokið
Mikael Forssell kom Birmingham yfir á 5. mínútu en Stephen Hunt jafnaði fyrir Reading úr vítaspyrnu á 51. mínútu eftir að Maik Taylor markvörður Birmingham braut á honum.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading en Brynjar fór meiddur af velli á 28. mínútu.

Derby - Middlesbrough 0:1 leik lokið
Tuncay kom Middlesbrough yfir á 38. mínútu og það reyndist sigurmarkið.

Manch.City - Bolton 4:2 leik lokið
Rolando Bianchi kom City yfir á 7. mínútu en El Hadji Diouf jafnaði fyrir Bolton á 31. mínútu. Kevin Nolan kom síðan Bolton yfir, 2:1, á 40. mínútu.
Dietmar Hamann jafnaði metin fyrir City, 2:2, á 48. mínútu og Darius Vassell skoraði þriðja mark City, 3:2, á 77. mínútu og Etuhu innsiglaði sigurinn í lokin.

Portsmouth - Tottenham 0:1 leik lokið
Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir á 81. mínútu og Tottenham vann góðan útisigur.
Hermann Hreiðarsson var á meðal varamanna Portsmouth og kom inná á 74. mínútu.

Sunderland - Aston Villa 1:1 leik lokið
Danny Higginbotham kom Sunderland yfir á 9. mínútu en Shaun Maloney jafnaði fyrir Villa á 73. mínútu.

West Ham - Everton 0:2 leik lokið
Ayiegbeni Yakubu kom Everton yfir með skalla á 45. mínútu og Andy Johnson innsiglaði sigurinn þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir leiktímann. Annar sigur Everton á Upton Park á fjórum dögum.

Wigan - Blackburn 5:3 leik lokið
Denny Landzaat kom Wigan yfir 8. mínútu og Marcus Bent bætti við marki á 12. mínútu. Blackburn fékk vítaspyrnu á 22. mínútu en Chris Kirkland varði frá Benni McCarthy. Í staðinn gerði Paul Scharner þriðja mark Wigan á 37. mínútu, 3:0. Roque Santa Cruz náði loks að koma Blackburn á blað á lokamínútu fyrri hálfleiks, 3:1.
Santa Cruz var aftur á ferð á 50. mínútu og minnkaði múninn í 3:2. Brett Emerton hjá Blackburn var rekinn af velli á 57. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald. En það hindraði ekki Santa Cruz í því að skora sitt þriðja mark á aðeins 16 mínútum því hann jafnaði, 3:3, á 61. mínútu. Marcus Bent kom Wigan í 4:3 með sínu öðru marki á 66. mínútu. Bent náði svo þrennunni á 81. mínútu þegar hann kom Wigan í 5:3.

Jóhannes Karl Guðjónsson var varamaður hjá Burnley sem tók á móti Preston í 1. deild. Preston sigraði, 3:2, og Jóhannes kom inná á 56. mínútu.

Fulham - Newcastle kl. 17.15.

Roque Santa Cruz, til hægri, er kominn með þrennu fyrir …
Roque Santa Cruz, til hægri, er kominn með þrennu fyrir Blackburn gegn Wigan. Reuters
Bolton lenti undir gegn Manchester City en var komið 2:1 …
Bolton lenti undir gegn Manchester City en var komið 2:1 yfir fyrir hlé. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert