Arsenal lagði Chelsea og er aftur efst

Mathieu Flamini, Tomás Rosicky og Cesc Fabregas léku báðir mjög …
Mathieu Flamini, Tomás Rosicky og Cesc Fabregas léku báðir mjög vel með Arsenal í dag. Reuters

Arsenal lagði Chelsea að velli, 1:0, í gífurlega spennandi leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal, í dag. Arsenal er því á ný í efsta sætinu.

William Gallas skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í fyrri hálfleik og leikurinn var hreinlega rafmagnaður síðustu 15 mínúturnar. Liðin fengu dauðafæri á víxl þegar Chelsea freistaði þess að jafna og Arsenal hefði getað bætt við forystuna.

Arsenal er með 40 stig á toppnum og Manchester United 39 en Chelsea situr eftir í þriðja sætinu með 34 stig.

Shaun Wright-Phillips átti fyrsta hættulega færið fyrir Chelsea á 13. mínútu þegar hann lék upp völlinn og skaut af 20 m færi en Manuel Almunia markvörður Arsenal varði vel.

Emmanuel Adebayor hjá Arsenal fékk gula spjaldið fyrir brot á 25. mínútu.

John Terry og Frank Lampard hjá Chelsea fengu báðir gula spjaldið á 30. mínútu en þá munaði litlu að margir leikmenn lentu í stimpingum eftir brot við vítateig Chelsea. Cesc Fabregas tók aukaspyrnuna en skaut yfir mark Chelsea.

Andriy Shevchenko átti þrumuskot á mark Arsenal á 33. mínútu af 20 m færi en Almunia varði vel.

Emmanuel Eboue hjá Arsenal fékk gula spjaldið á 35. mínútu fyrir að brjóta illa á John Terry.

Tomás Rosický átti þrumuskot að marki Chelsea á 37. mínútu en rétt framhjá stönginni vinstra megin.

John Terry fyrirliði Chelsea fór meiddur af velli á 38. mínútu, í kjölfarið á broti Eboues, og Tal Ben-Haim kom í hans stað.

Arsenal komst yfir, 1:0, þegar tvær mínútur voru komnar framyfir leiktímann í fyrri hálfleik. William Gallas, fyrirliði Arsenal, skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Cesc Fabregas og staðan 1:0 í hálfleik.

Mikel John Obi átti hörkuskot að marki Arsenal, rétt utan vítateigs, á 60. mínútu en Manuel Almunia varði vel í markhorninu niðri. 

Mathieu Flamini hjá Arsenal fékk gula spjaldið fyrir brot á 63. mínútu.

Joe Cole hjá Chelsea fékk gula spjaldið fyrir brot á 67. mínútu. Hann braut á Emmanuel Eboue sem lá eftir og var borinn af velli.

Robin van Persie kom inná fyrir Eboue og strax á 71. mínútu átti hann gott skot sem Petr Cech í marki Chelsea varði naumlega.

Tal Ben-Haim hjá Chelsea fékk gula spjaldið á 73. mínútu fyrir að brjóta á Fabregas sem var á leið framhjá honum í gegnum miðja vörn Chelsea.

Shaun Wright-Phillips fékk sannkallað dauðafæri til að jafna fyrir Chelsea á 75. mínútu þegar hann skaut framhjá marki Arsenal af þriggja metra færi!

Arsenal fékk ekki síðra færi á 77. mínútu eftir glæsilega skyndisókn. Aleksandr Hleb renndi boltanum á van Persie sem var einn gegn Cech í marki Chelsea við vítapunkt en skaut yfir markið.

Mikel John Obi hjá Chelsea fékk gula spjaldið á 83. mínútu fyrir að brjóta á Mathieu Flamini, einum besta manni vallarins. Rétt á eftir var mark dæmt af Arsenal, Robin van Persie, vegna rangstöðu.

Arsenal fékk tvöfalt dauðafæri á 88. mínútu. Petr Cech varði vel frá Robin van Persie úr góðu færi, Cesc Fabregas fékk boltann á markteig og skaut en Cech varði aftur glæsilega.

Andriy Shevchenko fékk dauðafæri á 89. mínútu, skallaði eftir fyrirgjöf en Almunia varði vel. Arsenal brunaði upp og Emmanuel Adebayor skoraði en markið var dæmt af þar sem hann var talinn hafa brotið af sér. Í kjölfarið var tilkynnt að uppbótartími væri 5 mínútur.

Þegar 2 mínútur voru komnar framyfir leiktímann átti Shevchenko mikið þrumuskot úr aukaspyrnu af 25 m færi en Almunia varði glæsilega í horn með því að blaka boltanum yfir þverslána.

Fabregas fékk dauðafæri þegar 5 mínútur voru komnar framyfir leiktímann. Ashley Cole kastaði sér fyrir hann og bjargaði og þeim lenti saman í kjölfarið. Fabregas fékk gula spjaldið en spurning með Cole sem virtist slá Spánverjann í andlitið. Í kjölfarið var leikurinn flautaður af.

Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Gallas, Toure, Clichy - Eboue (Van Persie 69.), Fabregas, Flamini, Hleb (Gilberto 77.) - Rosicky, Adebayor (Bendtner 90.)
Varamenn: Senderos, Lehmann.

Lið Chelsea: Cech - Ferreira, Alex, Terry (Ben-Haim 38.), A.Cole - Wright-Phillips (Kalou 75.), Mikel, Makelele (Pizarro 65.), Lampard, J.Cole - Shevchenko.
Varamenn: Belletti, Cudicini.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal teflir fram miðjumönnunum Cesc Fabregas, Mathieu Flamini og Aleksandr Hleb, sem allir hafa verið frá vegna meiðsla og óvíst var hvort þeir yrðu með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka