Benítez fundaði með eigendunum

Rafael Benítez hitti bandarísku eigendurna í dag.
Rafael Benítez hitti bandarísku eigendurna í dag. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Liverpool gaf í kvöld út yfirlýsingu á vef sínum í kjölfarið á fundi Rafaels Benítez, knattspyrnustjóra, með eigendum félagsins.

Fundurinn var haldinn strax eftir ósigur Liverpool gegn Manchester United, 0:1, í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag.

„Fundurinn var haldinn í kvöld en í honum tóku þátt Tom Hicks, George Gillett, Foster Gillett, Rick Parry og Rafa Benítez. Rætt var um málin vítt og breitt og á jákvæðan hátt. Viðræðurnar voru vinsamlegar og uppbyggjandi. Allir sem tóku þátt í þeim eiga það sameiginlega markmið að gera félagið sigursælla," segir í yfirlýsingunni.

Benítez sagði eftir leikinn og fyrir fundinn að hann ætti ekki von á að úrslitin hefðu áhrif á framtíð  sína í starfi á Anfield. "Við erum að funda um framtíðina, ekki um einn leik. Við munum reyna að eyða misskilningi og þurfum að skilgreina málin betur fyrir framtíðina en þetta snýst ekki um peninga. Það er aðeins verið að fara yfir stöðu mála og ég fer á þennan fund fullur sjálfstrausts," sagði spænski knattspyrnustjórinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert