Jóhannes Karl Guðjónsson leikmaður enska 1. deildarliðsins Burnley var í dag úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna brottvísunar í leik með liði sínu um síðustu helgi. Kröfu Burnley var vísað frá en félagið krafðist þess að fá rauða spjaldið fellt niður en í staðinn bætti aganefndin við einum leik í keppnisbann Jóhannesar.