Lundúnaliðin Tottenham og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í ensku deildabikarkeppninni. Bæði lið unnu frækna útisigra. Tottenham lagði Manchester City, 2:0 og ungt lið Arsenal hrósaði sigri gegn Blackburn í framlengdum leik, 3:2.
Manchester City - Tottenham 0:2
Leiknum er lokið á Manchester Stadium með 2:0 sigri Tottenham. Jarmain Defoe og Steede Malbranque skoruðu mörkin fyrir Lundúnaliðið sem lék manni færri í 70 mínútur eftir að Didier Zokora var vikið af velli. Fyrsta tap City á heimavelli staðreynd en Tottenham var að vinna sinn annan útileik í röð.
0:2 (82.) Steede Malbranque er að tryggja Tottenham farseðilinn í undanúrslitin. Hann fékk glæsilega sendingu innfyrir vörn City frá varamanninum Jamie O'Hara og Frakkanum urðu ekki á nein mistök. Hann skorar með hnitmiðuðu skoti neðst í markhornið.
Manchester City gerir nú harða atlögu að marki Tottenham og hefur Paul Robinson í nógu að snúast á milli stanganna. Hann varði aftur á meistaralegan hátt, nú frá Rolando Bianchi.
54. Paul Robinson ver með glæsilegum hætti kollspyrnu frá Darius Vassell af stuttu færi.
Steve Bennett hefur flautað til leikhlés á Manchester Stadium. Tottenham er 1:0 yfir með marki frá Jermain Defoe. Gestirnir misstu mann útaf með rautt spjald á 20. mínútu en hafa engu að síður verðskuldaða forystu.
33. Brasilíumaðurinn Elano skýtur framhjá marki Tottenham úr góðu færi. Fyrsta alvöru marktækifæri heimamanna í leiknum.
20. Steve Bennett dómari vísar Didier Zokora leikmanni Tottenham af velli fyrir brot. Mjög strangur dómur en Benett telur að Zokora hafi beitt tveggja fóta tæklingu. Juande Ramos, stjóri Tottenham, er fljótur að bregaðst við. Hann tekur markaskoraran Defoe að velli og skellir Finnanum Timo Tanio í hans stað.
Tottenham hefur byrjað vel gegn City sem hefur unnið alla heimaleiki sína í úrvalsdeildinni en Tottenham fagnaði sínum fyrsta útisigri í deildinni gegn Portsmouth um síðustu helgi.
0:1 (6.) Jermain Defoe er búinn að koma Tottenham í 1:0 á Manchester Stadium. Defoe skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Aaron Lennon. Fimmta mark Defoe á leiktíðinni.
Man City: Hart, Corluka, Richards, Dunne, Garrido, Vassell, Johnson, Hamann, Petrov, Elano, Bianchi. Varamenn: Isaksson, Ball, Geovanni, Mpenza, Gelson.
Tottenham: Robinson, Chimbonda, Zokora, Kaboul, Lee, Lennon, Jenas, Boateng, Malbranque, Berbatov, Defoe. Varamenn: Cerny, Tainio, Taarabt, Huddlestone, O'Hara.
Blackburn - Arsenal 2:3 e.framl.
Leiknum er lokið á Ewood Park með sigri Arsenal, 2:3. Heimamenn sóttu grimmt á lokamínútunum og áttu meðal annars skalla í stöng en allt kom fyrir ekki.
Búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks í framlenginu og er Arsenal yfir, 2:3.
2:3 (101.) Eduado Da Silva kemur Arsenal í 3:2, með öðru marki sínu í leiknum. Hann fékk stungusendingu frá Song og afgreiddi hana af öryggi í netið.
96. Hollendingurinn ungi Nacer Barazite í liði Arsenal er borinn af velli, greinilega mikið meiddur og tekur Spánverjinn Merida stöðu hans.
Brasilíumaðurinn Denilson í liði Arsenal er rekinn af velli í uppbótartíma fyrir ljótt brot á David Dunn. Andartaki síðar flautar Mike Riley til leiksloka. Staðan, 2:2, svo framlengja þarf leikinn um 2x15 mínútur.
2:2 (60.) Santa Cruz er búinn að jafna fyrir Blackburn en eftir þunga sókn náði hann að skalla í netið eftir fyrirgjöf frá David Bentley.
Blackburn hefur byrjað síðari hálfleikinn betur og fá leikmenn Arsenal ekki jafn mikinn tíma og þeir höfðu til að athafna sig
47. Santa Cruz er í úrvalsfæri en á óskiljanlegan hátt tekst honum ekki að skora og Fabianzki markvörður Arsenal nær að góma boltann.
Búið er að flauta til leikhlé á Ewood Park þar sem Arsenal er 1:2 yfir gegn Blackburn.
1:2 (41.) Paragvæinn Roque Santa Cruz er sjóðheitur þessa dagana en hann er búinn að minnka muninn fyrir Blackburn eftir góðan undirbúning frá Matt Derbyshire.
Arsenal-liðið fer á kostum og er nær því að bæta við þriðja markinu en heimamenn í Blackburn að minnka muninn.
0:2 (29.) Króatíski landsliðsmaðurinn Eduardo Da Silva kemur Arsenal í 2:0 á Ewood Park eftir sendingu frá Brasilíumanninum Neves Denilson.
Ungu strákarnir í Arsenal eru 1:0 yfir gegn Blackburn á útivelli þegar tæpur hálftími er liðinn af leiknum. Arsenal-liðið hefur haft undirtökin en heimamenn freista þess að jafna metin fyrir leikhléi.
0:1 (5.) Vassiriki Diaby kemur unglingaliði Arsenal yfir á Ewood Park eftir sendingu frá Nicklas Bendtner.
Blackburn: Friedel, Reid, Samba, Nelsen, Warnock, Bentley, Savage, Dunn, Pedersen, Santa Cruz, Derbyshire. Varamenn: Brown, McCarthy, Khizanishvili, Mokoena, Roberts.
Arsenal: Fabianski, Justin Hoyte, Senderos, Song Billong, Traore, Randall, Diaby, Denilson, Diarra, Eduardo, Bendtner. Varamenn: Mannone, Gibbs, Gavin Hoyte, Perez, Barazite.