Arsene Wenger: Þurfum ekkert að óttast

Arsene Wenger og lærisveinar hans mæta Evrópumeisturunum.
Arsene Wenger og lærisveinar hans mæta Evrópumeisturunum. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að sínir menn þurfi ekkert að óttast AC Milan en Lundúnaliðið mætir Evrópumeisturunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

,,Þetta var athyglisverður  dráttur. Ég tel að við getum slegið AC Milan út ef við náum að spila okkar besta leik. Við höfum sýnt hvað er í okkar lið spunnið. Ungu strákarnir er stöðugt að vaxa eins og best kom í ljós í leiknum gegn Blackburn í vikunni. Ég lít á viðureignirnar við AC Milan sem mikla áskorun fyrir mína menn. Við erum auðvitað að mæta Evrópmeisturunum og vitum að þeir hafa á frábæru liði að skipa en til þess að vinna Meistaradeildina þá þarf að vinna bestu liðin,“ segir Wenger.

Wenger fór með Arsenal í úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2004-05 þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona en á leið í úrslitaleikinn ruddi Lundúnaliðið úr vegi meðal annars Juventus og Real Madrid.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert