Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að sínir menn þurfi ekkert að óttast AC Milan en Lundúnaliðið mætir Evrópumeisturunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
,,Þetta var athyglisverður dráttur. Ég tel að við getum slegið AC Milan út ef við náum að spila okkar besta leik. Við höfum sýnt hvað er í okkar lið spunnið. Ungu strákarnir er stöðugt að vaxa eins og best kom í ljós í leiknum gegn Blackburn í vikunni. Ég lít á viðureignirnar við AC Milan sem mikla áskorun fyrir mína menn. Við erum auðvitað að mæta Evrópmeisturunum og vitum að þeir hafa á frábæru liði að skipa en til þess að vinna Meistaradeildina þá þarf að vinna bestu liðin,“ segir Wenger.
Wenger fór með Arsenal í úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2004-05 þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona en á leið í úrslitaleikinn ruddi Lundúnaliðið úr vegi meðal annars Juventus og Real Madrid.