Það verður dregið í 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í dag. Fjögur ensk lið verða í hattinum og er ljóst að Liverpool og Arsenal dragast gegn liðum frá Ítalíu, Spáni eða Portúgal – og leika þau fyrri leikinn á heimavelli.
Manchester United dregst á móti liði frá Grikklandi, Þýskalandi, Tyrklandi, Skotlandi eða Frakklandi og Chelsea einnig, nema hvað liðið getur ekki dregist þegn þýska liðinu Schalke, þar sem liðin léku í sama riðli í riðlakeppninni. Chelsea getur aftur á móti dregist gegn ítalska liðinu Roma.
Fyrirkomulagið á drættinum er þannig að sigurvegararnir í riðlunum átta verða dregnir gegn liðunum sem urðu í öðru sæti. Lið sem léku í sama riðli geta ekki dregist saman, og heldur ekki lið frá sama landi.
Við skulum renna yfir liðin sextán sem eru eftir í keppninni og sjá gegn hvaða liðum þau geta dregist:
Arsenal, Englandi: Barcelona, Real Madrid, AC Milan, Inter Mílanó eða Porto.
Liverpool, Englandi: Barcelona, Real Madrid, Sevilla, AC Milan eða Inter Mílanó.
Manchester United, Englandi: Olympiakos, Schalke, Fenerbahce, Celtic eða Lyon.
Chelsea, Englandi: Olympiakos, Roma, Fenerbahce, Celtic eða Lyon.
Barcelona, Spáni: Arsenal, Liverpool, Roma, Olympiakos, Schalke, Fenerbahce eða Celtic.
Real Madrid, Spáni: Arsenal, Liverpool, Roma, Lyon, Schalke, Fenerbahce eða Celtic.
Sevilla, Spáni: Olympiakos, Liverpool, Roma, Lyon, Schalke, Fenerbahce eða Celtic.
Porto, Portúgal: Olympiakos, Arsenal, Roma, Lyon, Schalke, Fenerbahce eða Celtic.
Schalke, Þýskalandi: Barcelona, Real Madrid, Sevilla, Manchester United, AC Milan, Inter Milano eða Porto.
AC Milan, Ítalíu: Arsenal, Liverpool, Lyon, Schalke, Fenerbahce eða Olympiakos.
Inter Milano, Ítalíu: Arsenal, Liverpool, Lyon, Schalke, Celtic eða Olympiakos.
Roma, Ítalíu: Barcelona, Real Madrid, Sevilla, Chelsea eða Porto.
Lyon, Frakklandi: Real Madrid, Sevilla, Manchester United, Chelsea, AC Milan, Inter Milano eða Porto.
Fenerbahce, Tyrklandi: Real Madrid, Sevilla, Manchester United, Chelsea, AC Milan, Barcelona eða Porto.
Olympiakos, Grikklandi: Barcelona, Sevilla, Manchester United, Chelsea, AC Milan, Inter Milano eða Porto.
Celtic, Skotlandi: Real Madrid, Barcelona, Sevilla, Manchester United, Chelsea, Inter Milano eða Porto.