Benítez: Torres gerði gæfumuninn

Fernando Torres skoraði 2 mörk fyrir Liverpool í dag.
Fernando Torres skoraði 2 mörk fyrir Liverpool í dag. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hrósaði landa sínum, Fernando Torres, eftir 4:1 sigur Liverpool á Portsmouth í dag. Torres skoraði tvö marka Liverpool og hefur þar með skorað 14 mörk á leiktíðinni.

„Fyrst af öllu var þetta frábær frammistaða hjá liðinu. Í fyrri hálfleik lékum við afar vel. Við byrjuðum vel, sköpuðum okkur færi og skoruðum mörk. Það kom smá taugaveiklun þegar Portsmouth minnkaði muninn en þriðja markið sem Torres skoraði skipti sköpum og það innsiglaði sigur okkar. Hann gerði gæfumuninn í leiknum,“ sagði Benítez eftir leikinn.

„Torres er alltaf hættulegur þegar hann stingur sér á bakvið varnarmennina. Hann hefur sýnt mikinn styrk og á ekki í neinum vandræðum með að takast á við þann líkamlega styrk sem einkennir úrvalsdeildina. Hann sýndi hæfileika sína og þann hraða sem býr yfir.“

Liverpool er nú í fimmta sæti deildarinnar tíu stigum á eftir Arsenal en Benítez álítur að sínir menn séu enn með í baráttunni um titilinn.

„Það var mjög þýðingarmikið að vinna þennan leik. Við erum enn með í slagnum um titilinn en  það er mikið af þessu móti,“ sagði Bentíez.

    

  
  
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert