Hicks: Benítez fór í fýlu

Rafael Benítez hefur átt stormasamt samband við eigendur Liverpool.
Rafael Benítez hefur átt stormasamt samband við eigendur Liverpool. Reuters

Tom Hicks, annar eigenda enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segir að knattspyrnustjórinn Rafael Benítez hafi farið í fýlu fyrr í vetur þegar hann deildi við eigendurna um leikmannakaup.

Hicks og George Gillett, hinir bandarísku eigendur Liverpool, tóku ekki undir með Benítez þegar hann vildi ræða við þá leikmannakaup og í kjölfarið sagði Spánverjinn að þeir skildu ekki leikmannamarkaðinn í Evrópu.

„Við vildum bíða og sjá hvað við gætum gert með þeim leikmönnum sem við höfðum þegar keypt, við vildum sjá hvort liðið myndi ekki smella saman. Þá fór Benítez á blaðamannafund þar sem hann var eiginlega í fýlu og svaraði 20 sinnum á sama hátt: Ég einbeiti mér að mínu liði," sagði Hicks við tímaritið Sports Illustrated.

„Eftir það skálduðu fjölmiðlarnir allt um þetta mál. Þeir fullyrtu að við ætluðum að reka hann, að ég hefði sagt honum að þegja, að það  væri barátta í gangi á milli Benítez og Bandaríkjamannanna. Það var virkilega fyndið að fylgjast með þessu," sagði Hicks og sendi jafnframt leikmönnum Liverpool kalda kveðju fyrir frammistöðu þeirra í tapleiknum gegn Manchester United fyrr í þessum mánuði.

„Lið okkar spilaði í þeim leik eins og það tryði því ekki að það væri nógu sterkt til að sigra Manchester United," sagði Tom Hicks sem mætti á þann leik ásamt Gillett.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert