Berbatov vill vinna titla

Dimitar Berbatov hefur skorað 11 mörk fyrir Tottenham í vetur.
Dimitar Berbatov hefur skorað 11 mörk fyrir Tottenham í vetur. Reuters

Umboðsmaður búlgarska knattspyrnumannsins Dimitars Berbatovs hefur gefið til kynna að sóknarmaðurinn öflugi vilji fara frá Tottenham til sterkara liðs og vinna titla.

Emil Dantchev, landdi hans og umboðsmaður, sagði við BBC að Berbatov væri ánægður hjá Tottenham en hefði áhuga á að ná lengra.

„Dimitar vill ná eins langt og hæfileikar hans leyfa honum og vinna titla strax. Frammistaða hans með Tottenham sýnir og sannar að hann er trúr félaginu, stuðningsmönnunum og liðsfélögum sínum. En fólk verður að skilja að Dimitar verður 27 ára í næsta mánuði og hann fer bráðum að renna út á tíma til að spila með liði sem fullnægir hans metnaði.

Ég vil leggja áherslu á að þetta snýst ekki um peninga, þetta er hans íþróttalegi metnaður. En vegna þess hve Tottenham byrjaði þetta tímabil illa er ólíklegt að liðið geri eitthvað stórt á leiktíðinni," sagði Dantchev.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurður Elvar Þórólfsson: Og?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert