Newcastle segist ekki leita nýs stjóra

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Reuters

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, virðist pollrólegur þrátt fyrir að mikið sé rætt um væntanlegan eftirmann hans hjá félaginu. Fyrir áramótin var talað um að hann fengi þrjá leiki til að laga hlutina, annars yrði hann látinn fara.

„Forráðamenn félagsins finna auðvitað fyrir pressunni líkt og ég, en við látum utanaðkomandi hluti ekki stjórna gerðum okkar,“ segir Allardyce um þessi mál. Hann tekur á móti Manchester City í kvöld og ætlar sér sigur þar.

Stjórnarformaður Newcastle, Chris Mort, ítrekaði í gær að þrátt fyrir sögusagnir stæði ekki til að skipta um mann í brúnni. „Það er stanslaust verið að orða nýja menn við stjórastöðuna hjá okkur, en við erum ekki einu sinni að leita að nýjum stjóra. Satt best að segja eru þessar vangaveltur farnar að vera svolítið þreytandi,“ sagði Mort í gær.

Þeir sem meðal annars hafa verið orðaðir við stól Allardyce eru Martin Jol og Alan Shearer. „Shaerer er mikils metinn hér og verður það ávallt, en það breytir engu með mína stöðu. Ef hann vill taka við Newcastle verður það vonandi eftir að ég er búinn að byggja upp stórveldi hérna,“ segir „Stóri Sam“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert