Ranieri hefur enn áhuga á Sissoko

Mohamed Sissoko.
Mohamed Sissoko. Reuters

Claudio Ranieri, þjálfari ítalska liðsins Juventus, segist enn hafa mikinn áhuga á að kaupa Mohamed Sissoko frá Liverpool.

Juventus sýndi honum mikinn áhuga í sumar en og segir Ranieri að þá hafi Sissoko verið efstur á óskalista sínum en því miður hafi ekki tekist að krækja í hann og því hafi þeir Sergio Almiron og Tiago Mendes verið keyptir. Hvorugur þeirra þykir hafa staðið undir væntingum.

Trúlegt er talið að Liverpool vilji fá níu milljónir punda, rúman milljarð króna, en ólíklegt þykir að Ranieri sé tilbúinn að greiða það mikið og líklegra að samkomulag náist um sjö milljónir punda, 870 milljónir króna. Einnig hefur verið nefndur sá möguleiki að Juve greiði eitthvað minna fyrir kappann og láti Frakkann Jonathan Zebina fylgja með í kaupunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert