Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum á Newcastle og hafði þar með sætaskipti við Liverpool sem varð að láta sér lynda jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Sven Göran Eriksson knattspyrnustjóri City gat ekki leynt gleði sinni enda langt um lið frá síðasta útisigri hans manna.
,,Við lékum varnarleikinn afar vel og beittum skæðum skyndiupphlaupum. Það var vel staðið af mörkum tveimur sem við skoruðum og að sjálfsögðu er ég ánægur enda langþráður útisigur," sagði sænski knattspyrnustjórinn en City vann síðast útileik í 1. umferðinni í ágúst.