Benítez heldur enn í vonina

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki búinn að gefa upp alla von um að liðið geti orðið enskur meistari í vor. „Þetta er langt mót og þó svo bilið sé orðið nokkurt þá er enn möguleiki því margt getur gerst, “segir Benítez.

Liverpool er nú 12 stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sæti deildarinnar, en Benítez neitar að gefast upp. „Ef menn hugsa of mikið um hversu mikill munurinn er þá leika þeir einfaldlega undir enn meiri þrýstingi. Við verðum að reyna að einbeita okkur að einum leik í einu og  sjá hverju það skilar,“ segir Benítez.

Liverpool hefur ekki tekist að sigra í fimm af síðustu átta leikjum og á enn eftir að heimsækja toppliðin þrjú, Arsenal, Manchester United og Chelsea. Liðið fékk aðeins tvö stig úr heimaleikjum sínum við þessi þrjú lið.

„Þetta er vissulega erfitt, sérstaklega þegar við sköpum okkur næg færi en náum ekki að skora nógu mörg mörk til að gera út um leiki. Við þurfum að ná að skora í það minnsta tvö mörk þannig að mótherjarnir náði ekki að jafna metin með marki úr einni skyndisókn,“ segir Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert