Arsenal er komið í 4. umferðina í ensku bikarkeppninni eftir 0:2 sigur á Burnley á Turf Moor, heimavelli Burnley í dag. Eduardo Da Silva og Nicklas Bendtner skoruðu mörk Lundúnaliðsins sem lél manni fleiri síðasta hálftímann. Derby og Sheffield Wednesday skildu jöfn, 2:2, og sömu úrslit urðu í leik Fulham og Bristol Rovers.
Burnley - Arsenal 0:2 leik lokið
Arsenal er komið í 2:0 á Turf Moor. Daninn Nicklas Bendtner skoraði eftir glæsileta stungusendingu frá Eduardo á 75. mínútu. Strax eftir markið gerir Burnley breytingu og kallar til leiks Jóhannes Karl Guðjónsson.
Rautt spjald!! Kyle Lafferrty fær að líta rauða spjaldið fyrir brot á Gilberto Silva á 60. mínútu. Strangur dómur hjá Alan Wiley en ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir 1. deildarliðið sem er 0:1 og orðið manni færri.
Tæpur hálftími er liðinn af leiknum og Arsenal með 1:0 forystu. Burnley-liðið hefur leikið ágætlega eftir að Eduardo kom Lundúnaliðinu yfir en heimamenn hafa ekki fagnað sigri á Turf Moor síðan í október.
Arsenal er komið í 1:0 gegn Burnley. Króatinn Eduardo er enn á skotskónum en þessi mikli markaskorari skoraði af stuttu færi á 9. mínútu eftir sendingu frá fyrirliðanum Kolo Toure.
Burnley er hársbreidd frá því að koma Burnley yfir en þrumuskalli frá Lafferty small í þverslánni.
Burnley: Kiraly, Alexander, Caldwell, Varga, Harley, Elliott, O'Connor, McCann, Lafferty, Blake, Gray
Varamenn: Jensen, Jóhannes Karl, Akinbiyi, Jones, Jordan.
Arsenal: Lehmann, Sagna, Toure, Senderos, Traore, Eboue, Silva, Denilson, Diaby, Bendtner, Eduardo.
Varamenn: Djourou, Fabianski, Hoyte, Randall, Lansbury.
Fulham - Bristol Rovers 2:2 leik lokið
Danny Murphy er búinn að jafna metin fyrir Fulham en markvörður Bristol réði ekki við skot hans af um 25 metra færi.
2. deildarliðið heldur áfram að stríða úrvalsdeildarliðinu en Bristol City var að ná forystunni á nýjan leik. Craig Hinton skoraði með skalla á 62. mínútu.
Norður-Írinn David Healy er búinn að jafna metin fyrir Fulham gegn 2. deildarliði Bristol Rovers eftir sendingu frá Moritz Volz.
Bristol Rovers sem leikur í 2. deild er komið í 0:1 gegn Fulham. Danny Coles skoraði markið strax á 3. mínútu.
Derby - Sheffield Wednesday 2:2 leik lokið
Það er fjör á Pride Park en heimamenn sem lentu 0:2 undir hafa nú jafnað metin. Giles Barnes skoraði markið á 42. mínútu.
Derby hefur náð að minnka muninn en Kenny Miller skoraði fyrir úrvalsdeildarliðið á 35. mínútu þegar hann tók boltann niður á brjóstið og skoraði með góðu skoti.
Derby er komið 0:2 undir gegn Sheffield Wednesday á heimavelli sínum, Pride Park. Marcus Tudgay skoraði markið á 22. mínútu.
Derby, botnliðið í úrvalsdeildinni er komið 0:1 undir gegn 1. deildarliði Sheffield Wednesday. Mark Beevers skoraði markið á 6. mínútu.