Bresku blöðin fjalla mikið um Rafael Benítez knattspyrnustjóra Liverpool í dag og framtíð hans hjá félaginu. Rauði þráðurinn í umfjöllun þeirra er að hann er að hann verði látinn yfirgefa félagið eftir tímabilið og sögusagnir eru um að Jose Mourinho verði fenginn til að taka við liðinu í hans stað.
Sunday People segir að Benítez yfirgefi Liverpool í sumar og taki til starfa hjá Real Madrid. Blaðið segir að Benítez líti á sig sem dauðan mann í starfi undir stjórn Bandaríkjamannanna Tom Hicks og George Gillett en grunnt er á því góða á milli knattspyrnustjórans og bandarísku eigendanna.
Náinn vinur Benítez segir í viðaði við News of the World að Benítez vilji halda áfram hjá Liverpool en telji að hann verði rekinn í sumar þar sem eigendurnir hafa sýnt að þeir vilji ekkert með hann hafa.
Í Observer er Jose Mourinho sterklega orðaður við Liverpool en blaðið telur víst að Bandaríkjamennirnir muni fjótlega bera víurnar í Mourinho.