2. deildarlið Luton og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í 3. umferð ensku bikarkeppnninnar en leik liðanna var að ljúka á Kenilworth Road í Luton, Liðin verða því að eigast við á nýjan leik á Anfield. Peter Crouch kom Liverpool yfir á 74. mínútu en Luton jafnaði metin verðskuldað tveimur mínútum síðar þar sem John Arne Riise skoraði sjálfsmark.
1:1 Luton var ekki lengi að jafna metin en tveimur mínútum eftir að Liverpool komst yfir skoraði John Arne Riise sjálfsmark. Eftir fyrirgjöf fór boltinn af hönd Norðmannsins og þaðan fór boltinn í netið.
0:1 Liverpool hefur náð að brjóta ísinn gegn Luton. Eftir mistök í vörn Luton tókst Peter Crouch að skora af stuttu færi á 74. mínútu.
Klukkutími er liðinn af leik Luton og Liverpool og enn er staðan, 0:0. Baráttuglaðir liðsmenn Luton halda áfram að stríða stórliðinu og eru til alls líklegir.
Howard Webb hefur flautað til leikhlés á Kenilworth Road og er staðan jöfn, 0:0. Leikmenn Luton hafa átt í fullu tré við leikmenn Liverpool og varla sjáanlegur munur á milli liðanna þrátt fyrir að Luton sé í 21. sæti í 2. deild en Liverpool í 5. sæti í úrvalsdeildinni.
20 mínútur eru liðnar af leiknum og er staðan enn markalaus. Luton, sem er í 21. sæti í 2. deildinni, hefur náð að veita Liverpool harða keppni og í tvígang hefur minnstu mátt muna að Luton skoraði.
Liðin áttust við á sama velli í bikarnum fyrir tveimur árum þar sem Liverpool hafði betur, 5:3, eftir að Luton hafði komist í 3:1.
Lið Liverpool: Itandje, Finnan, Carragher, Hyypia, Riise, Benayoun, Lucas, Babel, Crouch, Kuyt. Varamenn: Martin, Voronin, Mascherano,El Zhar, Hobbs.