Ronaldo sá besti

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Aston Villa um síðustu …
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Aston Villa um síðustu helgi ásamt Anderson. Reuters

Cristiano Ronaldo, Manchester United, hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik, en nýr listi var birtur í dag.

Ronaldo hefur farið á kostum með Englandsmeisturunum en hann er markahæstur í úrvalsdeildinni með 13 mörk og hefur skorað 19 í öllum keppnum með liðinu.

Leikmenn frá Manchester United og toppliði Arsenal eru áberandi á topp tíu listanum en enginn Íslendingur er á meðal 100 stigahæstu leikmanna.

Þessir leikmenn eru í tíu efstu sætunum samkvæmt tölfræði útreikningum hjá Actim.

1. Cristiano Ronaldo, Manchester Unied 399

2. Cesc Fabregas, Arsenal 375

3. Martin Petrov, Manchester City 367

4. Emmanuel Adebayor, Arsenal 360

5. Carlos Tevez, Manchester United 352

6. Roque Santa Cruz, Blackburn 340

7. Gael Clichy, Arsenal 333

8. Benjani, Portsmouth 327

9. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa 320

10. Rio Ferdinand, Manchester United 316

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert