Lehmann hafnaði Dortmund

Jens Lehmann er enn í herbúðum Arsenal.
Jens Lehmann er enn í herbúðum Arsenal. Reuters

Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins í knattspyrnu, hafnaði í dag boði Borussia Dortmund um að snúa aftur til félagsins eftir fimm ára dvöl í Englandi.

Lehmann sagði við BBC að það hefði verið mjög freistandi áskorun að fara til Dortmund á ný en kvaðst hafa ákveðið af persónulegum ástæðum að taka ekki boði þýska félagsins.

Lehmann er 38 ára gamall og hefur mátt sætta sig við að vera varamarkvörður Arsenal í vetur, eftir að hafa verið aðalmarkvörður Lundúnaliðsins undanfarin fjögur ár.

„Það var þess virði að reyna að fá besta markvörð Þýskalands til Dortmund. Því miður gekk það ekki upp," sagði Michael Zorc, framkvæmdastjóri Dortmund, sem fyrr í vikunni kvaðst þess fullviss um að fá Lehmann í sínar raðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert