Cristiano Ronaldo leikmaðurinn snjalli í liði Manchester United segir að liðið verði að vinna titla til að sanna gildi sitt en knattspyrnustjóri félagsins, Sir Alex Ferguson, lét hafa eftir sér fyrir skömmu að liðið sem hann hafi í höndunum í dag sé það besta í sinni tíð hjá félaginu.
Það eru miklir hæfileikar hjá leikmönnum en ef við vinnum ekkert þá mun fólk segja að þetta sé ekki besti hópurinn. Titlarnir eru það sem telja og eru þýðingamestir," sagði Ronaldo í þætti á BBC sjónvarpsstöðinni.
Ronaldo hefur farið á kostum með Englandsmeisturunum á yfirstandandi leiktíð en hann hefur skorað 19 mörk og þessi mikli galdramaður frá Portúgal hefur skorað 69 mörk í 214 leikjum með liðinu frá því hann gekk í raðir þess fyrir 12 milljónir punda í ágúst 2003. Hann skrifaði undir nýjan samning við Manchester-liðið á síðustu leiktíð og er samningsbundinn því til 2012.
í Ronaldo í sumar en haft er eftir David Gill yfirmanni knattspyrnumála hjá Manchester United að ekki sé í umræðunni að selja Ronaldo.
Það er algjörlega útilokað að við seljum. Það kemur ekki til greina og peningar skipta okkur engu í því sambandi,“ segir Gill í viðtali við breska blaðið The Sun en methagnaður var hjá félaginu á síðasta tímabili. Hagnaðurinn félagins nam 245 milljónum punda.