Skrtel samdi við Liverpool til 2012

Martin Skrtel er genginn til liðs við Liverpool.
Martin Skrtel er genginn til liðs við Liverpool. Reuters

Martin Skrtel, 23 ára landsliðsmaður Slóvakíu, skrifaði í dag undir fjögurra og hálfs árs samning við Liverpool að því er fram kemur á vef félagsins í dag. Skrtel er varnamaður sem kemur til Liverpool frá rússneska liðinu Zenit Pétursborg og hefur hann leikið 15 landsleiki fyrir Slóvakíu.

„Ég held að það séu ekki margir sem viti um Skrtel. Hann spilaði á móti Everton í UEFA-bikarnum í haust og er svona ekta enskur miðvörður. Hann er grimmur, fljótur, sterkur í loftinu og ég tel hann mjög góðan leikmann bæði fyrir framtíðina og eins nú. Eftir að hafa fylgst með honum í nokkrum leikjum þá finnst mér hann líkjast töluvert Jamie Carragher og ég held að hann verði fljótur að falla inn í hópinn hjá okkur,“ segir Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool á vef félagsins.

Skrtel, sem hefur fengið úthlutað keppnistreyju með númerið 37 á bakinu, er dýrsasti varnarmaður í sögu Liverpool er kaupverðið er 6 milljónir punda, 740 milljónir króna.

  
  
 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert