Bjarni til reynslu hjá Twente

Bjarni Þór Viðarsson er til reynslu hjá Twente.
Bjarni Þór Viðarsson er til reynslu hjá Twente. Eggert Jóhannesson

Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður enska liðsins Everton og fyrirliði 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er til reynslu hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente.

Frá þessu er skýrt á vef Twente og sagt að Bjarni verði hjá félaginu út þessa viku. Bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, er samningsbundinn Twente en er í láni hjá öðru hollensku liði, De Graafschap, út þetta tímabil.

Bjarni er 19 ára gamall og hefur verið í röðum Everton í hálft þriðja ár. Hann hefur ekki fengið tækifæri með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur en kom inná í leik gegn Alkmaar í Hollandi í UEFA-bikarnum í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert