Carragher fyrirliði í 500. leiknum

Jamie Carragher, til hægri, spilar 500. leikinn annað kvöld.
Jamie Carragher, til hægri, spilar 500. leikinn annað kvöld. Reuters

Jamie Carragher spilar annað kvöld sinn 500. leik fyrir enska knattspyrnufélagið Liverpool og verður fyrirliði liðsins af því tilefni.

Liverpool mætir þá 2. deildarliðinu Luton Town í annað sinn í bikarkeppninni en liðin gerðu óvænt jafntefli, 1:1, á heimavelli Luton um fyrri helgi.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, óskaði sérstaklega eftir því að Carragher yrði fyrirliði í þessum leik.

Rafael Benítez hyggst tefla fram sínu sterkasta liði. Nýi Slóvakinn, Martin Skrtel, er í leikmannahópnum og gæti spilað sinn fyrsta leik með félaginu.

Carragher verður þrítugur í lok janúar en hann hefur spilað allan sinn feril með Liverpool. Hann er fæddur í nágrannabænum Bootle og var sem strákur stuðningsmaður Everton en gekk svo til liðs við unglingalið Liverpool og hefur verið atvinnumaður hjá félaginu frá 18 ára aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert