Liverpool ræddi við Klinsmann

Jürgen Klinsmann er búinn að semja við Bayern.
Jürgen Klinsmann er búinn að semja við Bayern. Reuters

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, staðfesti í dag að rætt hefði verið við Þjóðverjann Jürgen Klinsmann um möguleikana á því að hann tæki við sem knattspyrnustjóri af Rafael Benítez.

Sá möguleiki er ekki lengur til staðar þar sem Klinsmann samdi í síðustu viku við Bayern München um að taka þar við þann 1. júlí í sumar.

„Við reyndum að koma á samkomulagi, það átti að vera öryggisráðstöfun hjá okkur að fá hann til að taka við liðinu ef Benítez færi frá okkur til Real Madrid eða einhvers annars félags, eða ef samskipti okkar við hann færu úr böndunum, einhverrra hluta vegna," sagði Hicks í samtali við dagblaðið Liverpool Echo.

Þessar fregnir létta eflaust ekki lund Benítez, sem hefur átt í útistöðum við eigendur félagsins í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert